hvað eru þeir að spá?

jú jú gott og vel eldsneiti kostar alltof mikið en hvað með alla hina. hvað með fólkið sem er þarna á ferð á leiðini uppá sjúkrahús kanski með börnin sín. það gerir mig svo reiða, ef ég mindi detta og slasa mig í dag og þyrfti að fara þessa leið til að komast á sjúkrahúsið þá mindi ég ekki vilja láta eithverja trukkakalla tefja mig. tek það framm ég er fædd og uppalin í sveit og kann voðalega fáar leiðir hér í rvk. ég verð bara reið af því að hugsa um þetta hvað halda þeir að þeir séu?að mínu mati geta  þeir
mótmælt annarstaðar.

 

með kveðju

amabanW00t


mbl.is Bílstjórar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta virkar semsagt?

Það er nú málið.  Þetta þarf að vera virkilega böggandi til að virka.  Annars nenna hinir háu herrar ekki að hlusta.  Ef þeir hlusta´þá á annað borð.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.3.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: amaba

ef sonur minn myndi slasast eða það kæmi eithvað hræðilegt fyrir þá gæri 5 mín töf skipt öllu máli. ég gæti aldrei fyrir gefið þeim ef eithvað þannig kæmi uppá

amaba, 28.3.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Marilyn

Kjánalegt hvað ef.. hvað ef krakkinn væri veikur en þú hefðir ekki efni á sjúkrakostnaðinum eða bensíninu til að keyra hann á sjúkrahúsið. Hvað þá?

ekki kvarta í bílstjórunum, settu frekar fram kröfu um að ríkið leysi þetta, því hverjum er það að kenna ef einhver mótmælir? 

Marilyn, 28.3.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: Alfreð Viggó Sigurjónsson

Hvar eiga þeir að mótmæla. Á Jan Mayen???

Alfreð Viggó Sigurjónsson, 28.3.2008 kl. 13:39

5 Smámynd: amaba

þá myndi sonur minn deija ég bið þig að hugsa aðeins um það sem þú segir og passa örlítið uppá hvernig þú setur orðin framm. það á enginn skilið að deija vegna olíuverðs og ég sagði heldur ekkert um að mótmælin væru ekki réttlát þau eiga fillilega rétt á sér en ekki á þennann hátt. þessir trukkarar ættu að finna aðra leið  sem er hentugri en ekki tefja sjúkrabíla lögguna og slökkvuliðið. en ég er mjög svekkt að þú kallir mínar áhiggjur yfir töfum kjánalegar og þú hefur heldur engann rétt á því.

amaba, 28.3.2008 kl. 13:44

6 Smámynd: Marilyn

Ég sagði ekki að áhyggjur þínar væru kjánalega heldur að þetta dæmi sem þú tækir væri kjánalegt og mér finnst það. "hvað ef ÉG" og "ÉG þetta" og "ÉG hitt". Þú getur ekki haldið úti skoðunum á netinu ef þú þolir ekki að þær séu gagnrýndar. Þú heldur þó ekki í alvörunni að ég hafi meint að ég vildi að sonur þinn myndi deyja, enda snýst málið ekkert um það.

Sjúkrabílar og löggan finna sér leið og hvað ef sonur þinn yrði fárveikur á háannatíma? Á þessu peningur sem ríkið heimtir af hverjum bensínlítra ekki að fara í bættar samgöngur fyrir borgarana svo hægt verði að bjarga lífi drengsins sem hraðast? 

Marilyn, 29.3.2008 kl. 18:01

7 identicon

Mér finnst þessi mótmæli gjörsamlega út í hött, fyrir mér er þetta eins og krakki væla í foreldrum sínum yfir því að sólin sé farin og farið sé að rigna, í stað þess að fara bara í regngalla, setja hausinn undir sig og drífa sig út.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað mikið undanfarinn misseri og á bara eftir að hækka í framtíðinni m.a. vegna vaxandi olíunotkun Kínverja og þerrandi olíulinda heimsins.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að krónan hefur veikst feiknar mikið undanfarið og það á að sjálfsögðu mjög stóran þátt í hækkun olíuverðs á Íslandi. Viðskiptahalli Íslands hefur verið allt of mikill undanfarið, við höfum flutt miklu meira inn heldur en út (við höfum eitt mera en við öflum!). Þetta höfum við geta gert vegna þess að hingað hefur streymt erlent lánsfé í stórum stíl og því hefur krónan haldist allt of sterk hingað til. Nú hefur krónan fallið og komið að skuldardögum!!

Við þurfum að fara draga úr innflutningi og auka útflutning og ef stjórnvöld fara að lækka álögur á INNFLUTU eldsneyti mun það klárlega ekki draga úr innflutningi!


Ég hef nú einhverja samúð með atvinnubílstjórum, þar sem þetta er nú þeirra lifibrauð, en þeir verða bara að hækka verðið á sinni þjónustu og við þurfum bara öll að taka þann kostnað á okkur, það er nú einu sinni komið að skuldardögum.

Ég er algjörlega á móti því að fara lækka álögur á eldsneyti sérstaklega til atvinnubílstjóra. Þungir vörubílar slíta götum og vegum landsins amk hundrað sinnum meira á hvern ekin km en meðal fólksbíll, á meðan eyða þeir ekki nema 5 til 10 sinnum meira eldsneyti. Því eru þeir ekki í raun að borga allan sinn þátt samkostnað þjóðarinnar við halda uppi vegakerfi landsins. Enn og aftur bendi ég mönnum á að hækka þjónustugjöld sín ef bílstjórum finnst þeir ekki fá viðunandi laun fyrir sína vinnu. 

En frístundabílstjórar á síþyrstum risajeppum...!! Að þeir skuli voga sér að væla yfir háu eldsneytisverði og kvarta undan því að ríkissjóður skuli vera að skila afgangi. Við eigum í raun að vera þakklát fyrir það, sérstaklega núna á þessum síðustu og verstu tímum. Nú þegar farið er að harðna í árinni er mjög gott að ríkissjóður hafi eitthvað upp að hlaupa og sé ekki á kafi í skuldum. Það er svo margt þarfara sem má nota þessa peninga í en afsláttur til manna í bílaleik upp á fjöllum. Eins og t.d. sífjársvelt heilbrigðiskerfi, auknar lífeyrisgreiðslur til aldraðra og uppbygging og viðhald vegakerfis. Ég vill amk frekar sjá þessa peninga fara í veik börn á sjúkrahúsum landsins.

Það að stífla aðalumferðaræðar borgarinnar er gjörsamlega óafsakanlegt. Ef barn kemst ekki á sjúkrahús í tæka tíð vegna þess að sjúkrabíllinn var fastur, ætla þá forsvarsmenn þessara mótmæla bæta foreldrum þess missinn?

Mótmælin ættu frekar að snúast að olíufélögum þessa lands sem hafa verið að maka krókinn undanfarin ár!!

Hækkandi eldsneytisverð ætti því að hvetja okkur til þess að fara að leita nýrra leiða í samgöngumálum. Við erum svo heppin að á Íslandi gnótt af nýtanlegri orku (svo framarlega að við niðurseljum hana ekki alla í álbræðslu). Þær aðgerðir stjórnvalda sem ég vildi frekar sjá væru að stuðla að "orkusjálfstæðu Íslandi". Það á eftir að verða gífurlega mikið hagsmunarmál fyrir þjóðarbúið með hækkandi olíuverði framtíðarinnar. Þær aðgerðir gætu m.a. verið lægri álögur á farartækjum sem nýta innlenda orku að öllu eða mestu leyti, s.s. vetnisbifreiða, "plug-inn" tvinnbíla og al-rafbifreiða. Hægt væri að styrkja enn frekar þær innlendu rannsóknir sem stuðla að tækniframförum á því sviði. Hagkvæmni raf-lestakerfis á Íslandi hefur öðru hverju verið skoðuð. Hvort sem um væri að ræða fólks- og/eða vöruflutningalestar ætti hækkandi olíuverð að vera gefa enn sterkari tilefni til þess skoða það með fullri alvöru.

Gummi Þór (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband